Erlent

Rage Against the Machine hóta „hlandhreysikettinum“ Farage

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Tom Morello, gítarleikari RATM, með lítt dulin pólitísk skilaboð. Rapparinn B-Real úr Cypress Hill stendur álengdar í fullum skrúða.
Tom Morello, gítarleikari RATM, með lítt dulin pólitísk skilaboð. Rapparinn B-Real úr Cypress Hill stendur álengdar í fullum skrúða. Vísir/Getty

Bandaríska rokksveitin Rage Against the Machine hótar að lögsækja breska Evrópuþingmanninn Nigel Farage fyrir að misnota nafn hljómsveitarinnar.

RATM hefur lengi verið þekkt fyrir að standa yst á vinstri jaðri stjórnmálanna en Farage er hægrisinnaður fyrrverandi verðbréfasali og einn helsti baráttumaður fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Vart er hægt að ímynda sér meiri andstæður.

Tom Morello, gítarleikari RATM, spilar á tónleikum í gervi Guantanamo fanga sem sætt hefur vatnspyntingum með hettu. Á gítarnum stendur "Vopnum heimilislausa!" Vísir/Getty

Ágreininginn má rekja til þess að Farage heldur úti hlaðvarpi undir nafninu Farage Against the Machine.

Í bréfi frá lögfræðingi hljómsveitarinnar segir að þetta sé blygðunarlaus og ólögmæt misnotkun á nafninu.

Það geti skapað þann misskilning að Rage Against the Machine taki undir „sérstaklega ógeðfelldar stefnur hægriöfgamanns“ sem Farage sé.
Í bréfinu er Farage auk þess sakaður um að „trölla“ og ögra með viljandi hætti með notkun sinni á nafninu.

Þess er krafist að hann hætti strax að nota titilinn Farage Against the Machine, þar á meðal í öllu kynningarefni og á netinu.

Nigel Farage á góðri stundu en hann á mjög margar góðar stundir. Vísir/Getty

Þegar Farage greyndi upphaflega frá því hvað hlaðvarpið myndi heita fyrr á þessu ári sendu liðsmenn Rage Against the Machine frá sér tíst á samfélagsmiðlinum Twitter.

Þar kölluðu þeir Farage misheppnaðan „hlandhreysikött“ (pissweasel) og holdgerving vélarinnar (the machine) sem þeir hefðu barist gegn frá upphafi.

Myllumerkið #FuckNigelFarage fékk síðan að fljóta með.Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband RATM þar sem meðal annars er sýnt frá gjörningi sem liðsmenn sveitarinnar stóðu fyrir við verðbréfahöllina í New York við Wall Street. Lögreglan tók fálega í uppátækið, sem var liður í mótmælum gegn kapítalisma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.