Erlent

Rapparinn 6ix9ine handtekinn fyrir að taka ungling kverkataki

Kristín Ólafsdóttir skrifar
6ix9ine er bandarískur rappari.
6ix9ine er bandarískur rappari. Vísir/Getty

Bandaríski rapparinn 6ix9ine var handekinn á JFK-flugvellinum í New York í gær. Hann er grunaður um að hafa ráðist á ungling í verslunarmiðstöð í janúar.

Handtökutilskipun hafði verið gefin út á hendur 6ix9ine, sem heitir réttu nafni Daniel Hernandez, og hafði lögregla hendur í hári hans þar sem hann var nýkominn úr tónleikaferðalagi um Evrópu.

Sextán ára piltur hefur sakað rapparann um að hafa tekið sig kverkataki í verslunarmiðstöð í borginni Houston í Texas í janúar síðastliðnum. 6ix9ine var handtekinn á grundvelli þeirra ásakana.

6ix9ine er 22 ára gamall og öðlaðist vinsældir árið 2017 með lagi sínu Gummo. Árið 2015 játaði hann fyrir rétti að hafa notfært sér „barn í kynferðislegu athæfi“ eftir að myndbönd, sem sýndu hann og fleiri menn brjóta kynferðislega á 13 ára stúlku, komust í dreifingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.