Erlent

Rapparinn 6ix9ine handtekinn fyrir að taka ungling kverkataki

Kristín Ólafsdóttir skrifar
6ix9ine er bandarískur rappari.
6ix9ine er bandarískur rappari. Vísir/Getty
Bandaríski rapparinn 6ix9ine var handekinn á JFK-flugvellinum í New York í gær. Hann er grunaður um að hafa ráðist á ungling í verslunarmiðstöð í janúar.

Handtökutilskipun hafði verið gefin út á hendur 6ix9ine, sem heitir réttu nafni Daniel Hernandez, og hafði lögregla hendur í hári hans þar sem hann var nýkominn úr tónleikaferðalagi um Evrópu.

Sextán ára piltur hefur sakað rapparann um að hafa tekið sig kverkataki í verslunarmiðstöð í borginni Houston í Texas í janúar síðastliðnum. 6ix9ine var handtekinn á grundvelli þeirra ásakana.

6ix9ine er 22 ára gamall og öðlaðist vinsældir árið 2017 með lagi sínu Gummo. Árið 2015 játaði hann fyrir rétti að hafa notfært sér „barn í kynferðislegu athæfi“ eftir að myndbönd, sem sýndu hann og fleiri menn brjóta kynferðislega á 13 ára stúlku, komust í dreifingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×