Erlent

Allir nema glæpamenn og hermenn fá að reykja gras í Ísrael

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Kannabisefni verða að öllum líkindum afglæpavædd með nýjum lögum í Ísrael í þessari viku. Framvegis verður aðeins fjársekt við neyslu og vörslu kannabisefna í landinu helga.

Hermenn eru hins vegar undanskildir frá lögunum. Allir Ísraelsmenn þurfa að gegna herskyldu og þeir sem reykja kannabis á meðan á því stendur eiga harðari refsingu yfir höfði sér.

Sama gildir um dæmda glæpamenn, þeim verður áfram bannað að nota kannabis í Ísrael.

Samkvæmt alþjóðlegri könnun sem gerð var í fyrra reykja Ísraelsmenn meira kannabis að staðaldri en nokkur önnur þjóð. Íslendingar eru í öðru sæti og Bandaríkjamenn því þriðja.

27% aðspurðra á aldrinum 18-65 ára í Ísrael sögðust hafa reykt kannabis undanfarið ár. 18% Íslendinga svöruðu á sama veg og 16% Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×