Erlent

Brjálaðir yfir margra vikna ferð þingmanna á HM

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þingmaður birti þessa af mynd af sér fyrir leik Króatíu og Englands í gær.
Þingmaður birti þessa af mynd af sér fyrir leik Króatíu og Englands í gær. Mynd/Millicent Omanga

Íbúar Keníu eru margir hverjir afar reiðir eftir að í ljós hefur komið að tuttugu þingmenn keníska þingsins hafi farið í tveggja vikna ferð til Rússlands á HM á kostnað skattgreiðenda.

Þingmennirnir tuttugu munu alls fara á fjóra leiki, þar á meðal úrslitaleikinn sjálfan en reiknað er með að kostnaðurinn við ferð þingmanna nemi tugum milljóna króna

Upp komst um ferðina þegar þingmenn birtu myndir af sjálfum sér á knattspyrnuleikvöngum í Rússlandi en meðal þeirra sem birt hefur myndir er þingkonan Millicent Omanga. Virtist hún vera í góðum gír með stuðningsmönnum Króatíu fyrir leik Króata og Englendinga í undanúrslitunum í gær.

Í samtali við BBC segir Rashid Echesa, ráðherra íþróttamála í Kenýa, að hann hafi heimilað sex þingmönnum að fara í ferðina svo þeir mættu öðlast skilning á því hvernig er að skipuleggja svo stóra viðburði.

Nefndarritari sem stýrir þjónustudeild þingsins segir hins vegar að ferðin muni á endanum borga sig.

„Það er þeirra ábyrgð að skilja íþróttir og hvernig á að halda svona alþjóðlegt íþróttamót. Þetta er alls ekkert frí og það er einföldun á að líta á þetta sem einhverja glaumgosaferð,“ sagði Jeremiah Nyegenye.

BBC hefur eftir heimildarmönnum innan þingsins að að kenískir þingmenn ferðist iðulega á fyrsta farrými og eigi þar að auki rétt á um 100 þúsund krónum í dagpeninga á hverjum degi. Þá segir einnig í frétt BBC að talið sé kenískir þingmenn séu á meðal hæstlaunuðustu þingmanna heimsins.

Kenía hefur aldrei komist á lokakeppni HM og situr í 112. sæti styrkleikalista FIFA.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.