Fleiri fréttir

Veittu Assange ríkisborgararétt

Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað.

Ungverjar ákveða kjördag

Kannanir benda til að hinn umdeildi Viktor Orban forsætisráðherra muni bera sigur úr býtum og sitja áfram þriðja kjörtímabilið.

Nefna hluta götunnar í höfuðið á Nemtsov

Borgaryfirvöld í Washington hafa ákveðið að endurnefna hluta Wisconsin Avenue í höfuðið á rússneska stjórnarandstæðingnum Boris Nemtsov, sem skotinn var til bana í Moskvu árið 2015.

„Varúlfurinn“ játar á sig tugi morða

Rússsneskur fyrrverandi lögreglumaður sem sakfelldur var fyrir að hafa myrt tuttugu og tvær konur á margra ára tímabili hefur nú játað á sig fimmtíu og níu morð til viðbótar.

Moon segir Trump eiga miklar þakkir skildar

Forseti Suður-Kóreu þakkar Trump fyrir hans þátt í að koma á viðræðum við norðrið. Trump hafði áður stært sig af hlutverki sínu og sagst lykilmaður. Rætt verður um hernaðarmál á Kóreuskaga í bráð.

Stjarna sýpur seyðið

Myndbandaveitan YouTube hefur lagt stein í götu hins bandaríska Logan Paul.

Krefja BuzzFeed um skaðabætur

Michael Cohen, lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, höfðaði í fyrrinótt mál annars vegar gegn rannsóknafyrirtækinu Fusion GPS og hins vegar fjölmiðlinum BuzzFeed. Málin snúast um rannsóknarskjöl frá Fusion GPS sem BuzzFeed birti í janúar á síðasta ári, þó með þeim fyrirvara að það sem í þeim stæði væri óstaðfest.

Trump segir viðtal við Mueller ólíklegt

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann muni ræða við rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara, vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum þar í landi árið 2016.

Öflugur skjálfti í Karíbahafi

Öflugur skjálfti, 7,6 að stærð, varð í Karíbahafi í nótt, um 200 kílómetrum norðaustur af Barra Patuca í Honduras.

Fjölskylda fannst látin á Skáni

Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag.

Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh

Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var inbnblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi.

Sjá næstu 50 fréttir