Erlent

Tveggja ára stúlku bjargað úr aurskriðu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Björgunaraðilum tókst í dag að bjarga tveggja ára stúlku úr aurskriðu í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Minnst fimmtán eru látnir og rúmlega tuttugu eru slasaðir. Mikil úrkoma síðustu daga hefur valdið miklum aurskriðum á svæðum þar sem skógareldar höfðu þegar farið yfir.

„Ég veit ekki hvernig þetta barn lifði af,“ sagði Berkeley Johnson við Independent Santa Barbara.



Hann segir að hann og eiginkona hans, Karen, hafi heyrt stúlkuna gráta eftir að heimili þeirra eyðilagðist og grófu þau barnið upp úr leðjunni.

Björgunaraðgerðir standa enn yfir og er talið að fleiri sitji fastir í skriðunum. Tugir heimila eru sögð vera ónýt og verulega skemmd en enn hafa björgunaraðilar ekki komist að tilteknum svæðum sem talið er að hafi orðið illa úti, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.



Í frétt BBC segir að brenndur gróður og brennd jörð komi í veg fyrir að jörðin dragi rigningarvatn í sig og það leiði til flóða og aurskriðna. Almannavarnir Bandaríkjanna segja að hættan á flóðum sé meiri í um fimm ár eftir skógar- og kjarrelda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×