Erlent

Krefja BuzzFeed um skaðabætur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti. VÍSIR/GETTY
Michael Cohen, lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, höfðaði í fyrrinótt mál annars vegar gegn rannsóknafyrirtækinu Fusion GPS og hins vegar fjölmiðlinum BuzzFeed. Málin snúast um rannsóknarskjöl frá Fusion GPS sem BuzzFeed birti í janúar á síðasta ári, þó með þeim fyrirvara að það sem í þeim stæði væri óstaðfest

Skjölin fjalla um Trump og segir meðal annars í þeim að Rússar búi yfir myndefni þar sem hann sést sænga hjá vændiskonum. Því geti Rússar beitt hann kúgun. Þessu hafa Trump-liðar ítrekað neitað en í vikunni kom fram að Alríkislögreglan hafi komist að sams konar niðurstöðu um að Trump sætti kúgun.

„Nú er nóg komið af þessu upplogna Rússaplaggi. Ég var rétt í þessi að höfða mál gegn BuzzFeed fyrir að birta þessar lygar um mig og forsetann,“ tísti Cohen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×