Erlent

„Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjón­varps­stöð að ráðast á mig“

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frægðarljómi Kevin Spacey hefur dvínað í kjölfar fjölda ásakanna um kynferðisofbeldi.
Frægðarljómi Kevin Spacey hefur dvínað í kjölfar fjölda ásakanna um kynferðisofbeldi. EPA

Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi.

Í júlí á síðasta ári var Spacey sýknaður af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. Meint brot áttu að hafa verið framin á árunum 2001 til 2013. 

Hann hefur einnig verið sýknaður af dómstóli í New York-borg af álíka ásökunum sem hafa verið nokkuð margar í kjölfar MeToo-byltingarinnar árið 2017.

Líkt og áður segir er nú í bígerð heimildarmynd um meint kynferðisofbeldi Spacey. Myndin mun heita Spacey Unmasked og í stiklu fyrir hana er fullyrt að í myndinni tjái menn sig um hegðun leikarans.

„Síðustu vikuna hef ég ítrekað óskað eftir því að Channel 4 gefi mér fleiri en sjö daga til að bregðast við ásökunum á hendur mér sem sumar eru 48 ára gamlar,“ segir í tísti Spacey.

Þá segist hann vilja ítarlegar upplýsingar til þess að geta rannsakað ásakanirnar sjálfur.

„Channel 4 neitar mér og vill meina að sjö dagar sé „sanngjarnt tækifæri“ til að bregðast við nýjum, nafnlausum og óljósum ásökunum,“ segir Spacey sem ætlar ekki að gefa eftir.

„Ég mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig með einhliða heimildarmynd um mig til þess að laða að áhorfendur á örvæntingarfullan hátt.“

Hann segist ætla að birta viðbrögð sín við ásökununum á samfélagsmiðlinum X um helgina, og gefur til kynna að þau viðbrögð muni gera Channel 4 og framleiðendur myndarinnar „kjaftstopp“.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×