Erlent

Vopnað rán á Ritz hótelinu í París

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Töluverður viðbúnaður var við hótelið í kvöld.
Töluverður viðbúnaður var við hótelið í kvöld. Vísir/EPA
Vopnað rán var framið í skartgripaverslun hins sögufræga Ritz hótels í París í dag. Ræningjarnir komust á brott með þýfi að andvirði 4 milljóna evra eða sem nemur um 502 milljónum íslenskra króna.

Fimm menn vopnaðir öxum brutu glugga í versluninni um klukkan 18 að staðartíma í kvöld. Þrír menn hafa verið handteknir að sögn lögreglu en tveir eru enn á flótta. Ekki hefur komið fram hvort lögreglan hafi haft uppi á þýfinu

Hótelið sem er eitt glæsilegasta hótel Parísar er staðsett við hægri bakka Signu og er dómsmálaráðuneyti Frakklands í næsta húsi.

Samkvæmt franska miðlinum Le Parisien var ránið stöðvað af lögreglumanni á vakt en tveir þjófanna komust undan á vespum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×