Erlent

Jessica Falkholt látin eftir bílslysið

Atli Ísleifsson skrifar
Jessica Falkholt fór með hlutverk gengilbeinunnar Hope Morrison í þáttunum Home and Away.
Jessica Falkholt fór með hlutverk gengilbeinunnar Hope Morrison í þáttunum Home and Away.

Ástralska leikkonan Jessica Falkholt er látin eftir að hafa ásamt fjölskyldu sinni lent í bílslysi á öðrum degi jóla. Hún varð 29 ára gömul og er þekktust fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Home and Away.

Daily Mail greinir frá því að slökkt hafi verið á öndunarvél Falkholt í dag. Móðir, faðir og Annabelle, systir Falkholt, létu öll lífið í slysinu.

Jessicu Falkholt var haldið sofandi í öndunarvél eftir slysið þar sem hún gekkst meðal annars undir skurðaðgerð á heila.

Fjölskyldan var á leið frá strandbænum Ulladulla, þar sem fjölskyldan hafði haldið upp á jólin, til Sydney þegar bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt fór yfir á öfugan vegarhelming.

Foreldrarnir létust báðir samstundis, en systirin Annabelle lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi.

Jessica Falkholt fór með hlutverk gengilbeinunnar Hope Morrison í þáttunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.