Erlent

Öflugur skjálfti í Karíbahafi

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn varð á um tíu kílómetra dýpi.
Skjálftinn varð á um tíu kílómetra dýpi. USGS
Öflugur skjálfti, 7,6 að stærð, varð í Karíbahafi í nótt, um 200 kílómetrum norðaustur af Barra Patuca í Honduras.

Flóðbylgjuviðvörun var gefin út á Púertó Ríkó og Bandarísku og Bresku jómfrúreyjum í kjölfar skjálftans, en hún var dregin til baka nokkru síðar. Skjálftinn varð klukkan 22:52 að staðartíma.

Guardian  segir frá því að einnig hafi fundist til skjálftans í Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras.

Skjálftinn varð á tíu kílómetra dýpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×