Erlent

Nítjándu aldar kirkja rifin vegna stækkunar kolanámu

Atli Ísleifsson skrifar
Stjórnlagadómstóll Þýskalands heimilaði niðurrif kirkjunnar árið 2013.
Stjórnlagadómstóll Þýskalands heimilaði niðurrif kirkjunnar árið 2013. Vísir/AFP
Nítjándu aldar kirkja í bænum Immerath í Norðurrín-Vestfalíu var rifin í gær til að gera fyrirtæki kleift að stækka nærliggjandi kolanámu.

Lögregla í Þýskalandi þurfti að kalla til liðsauka þegar kirkjan var rifin þar sem fjölmargir mótmæltu stefnu stjórnvalda í orku- og umhverfismálum.

Örlög kirkjunnar voru raunar ráðin þegar árið 2013 þegar stjórnlagadómstóll Þýskaland dæmdi að réttlætanlegt væri að rífa kirkjuna til að orkurisinn RWE gæti stækkað námuna.

Þýsk stjórnvöld hafa á síðustu árum lagt mikið fé í sjálfbæra orkugjafa til að Þjóðverjar verði ekki eins háðir kolum og kjarnorku. Andstæðingar benda á að áfram sé þó unnið að frekari kolavinnslu í landinu.

Sjá má myndir af niðurrifinu í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×