Erlent

Forseti Suður-Kóreu segir Trump eiga heiður skilinn

Atli Ísleifsson skrifar
Moon Jae-In, forseti Suður-Kóreu, segist reiðubúinn að funda með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Moon Jae-In, forseti Suður-Kóreu, segist reiðubúinn að funda með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Vísir/AFP
Moon Jae-In, forseti Suður-Kóreu, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti eigi stóran þátt í að fulltrúar Norður- og Suður-Kóreustjórnar hafi nú rætt saman í fyrsta sinn í um tvö ár. „Hann á heiður skilinn,“ segir Moon um bandarískan starfsbróður sinn.

Fulltrúar stjórnar Norður- og Suður-Kóreu funduðu fyrir skemmstu í landamærabænum Panmunjom, nærri vopnahléslínunni milli ríkjanna. Moon sagði á fréttamannafundi að fundurinn hafi lofað góðu upp á framhaldið og sagðist forsetinn einnig vera reiðubúinn, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að hitta leiðtoga Norður-Kóreumanna, Kim Jong-un, augliti til auglitis.

Ástandið á Kóreuskaga hefur verið eldfimt að undanförnu vegna kjarnorku- og eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna þó að ákveðinnar þíðu haft orðið vart á síðustu dögum.

Moon segir að viðskiptaþvinganir og þrýstingur Bandaríkjastjórnar hafi þátt í því að viðræður ríkjanna á skaganum hafi verið teknar upp að nýju.

Moon segir það kröfu Suður-Kóreustjórnar að Norður-Kóreustjórn afvopnist og stöðvi framleiðslu kjarnorkuvopna, en að Suður-Kóreustjórn vinni ekki sérstaklega að sameiningu ríkjanna á þessari stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×