Fleiri fréttir

Facebook lokaði 30 þúsund frönskum síðum

Facebook lokaði í gær 30 þúsund síðum og reikningum í Frakklandi í viðleitni til að sporna gegn fölskum fréttum, tíu dögum fyrir fyrstu umferð forsetakosninganna í Frakklandi.

Komið að endalokum kalífadæmisins

Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana?

Sprengjuárásin í Dortmund: Talinn hafa tengsl við ISIS

Saksóknarar í Þýskalandi hafa ekki fundið nein sönnunargögn sem bendla manninn sem er í haldi við sprengjuárásina á liðsrútu knattspynuliðsins Borussia Dortmund á þriðjudag. Hann er þó talinn hafa tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS:

Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar

Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013.

Útlit fyrir sjöttu kjarnorkuvopnatilraun Norður-Kóreu

Stjórnvöld í Norður-Kóreu virðast tilbúin að hefja kjarnorkutilraunir sínar í sjötta sinn. Þetta sýna gervihnattarmyndir af tilraunasvæði þeirra. Slíkt myndi auka verulega á spennuna í samskiptum þeirra og Bandaríkjamanna.

Telja árásina á rútu Dortmund hryðjuverk

Saksóknarar í Þýskalandi telja að sprengjuárásin á rútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund hafi verið hryðjuverk. Þá greindi lögregla frá því að hún hefði handtekið mann með tengsl við herskáa íslamista í tengslum við árásina.

Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás?

Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna.

Skiptu með sér 120 milljónum króna

Tveir Norðmenn voru með allar tölur réttar í Víkingalottói í kvöld og skiptu því með sér fyrsta vinningi sem nam rúmum 120 milljónum krónum. Hvor um sig fær því um 61 milljón í sinn hlut.

Trump: Stuðningur Rússa við Assad mjög slæmur fyrir mannkynið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni ekki auka þáttöku sína í hernaðarátökum í Sýrlandi þrátt fyrir efnavopnaárásir Bashir al-Assad, forseta Sýrlands. Trump gagnrýnir þó stuðning Rússa við Assad harðlega.

Framtakssamir fangar földu tölvur í fangelsisloftinu

Tveir framtakssamir fangar í Ohio-ríki nýttu sér vinnu sína í fangelsinu við að taka í sundur tölvur til að smíða sér sjálfir tölvur. Földu þeir afraksturinn í fangelsisloftinu og notuðu þær óspart sjálfir.

Málmhlutum komið fyrir í einni sprengjunni

Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið einn í tengslum við sprengjuárásina á liðsrútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund í gær. Málmræmur voru notaðar í eina af sprengjunum.

Spennuþrungið baksvið viðræðna Tillerson og Lavrov

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hittust í dag í Moskvu. Spennan hefur magnast í samskiptum ríkjanna í aðdraganda heimsóknar Tillerson til Rússlands.

FBI hleraði samskipti ráðgjafa Trump á síðasta ári

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, aflaði sér heimildar á síðasta ári til þess að hlera samskipti Carter Page sem starfaði þá sem ráðgjafi Donald Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Melania Trump fær háar skaðabætur frá Daily Mail

Breska dagblaðið Daily Mail hefur samþykkt að greiða Melaniu Trump, forsetafrú Bandaríkjanna skaðabætur vegna fréttar þar sem því var haldið fram að hún hefði eitt sinn starfað sem fylgdarkona

Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi

Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga.

Stórveldi hyggjast ekki beita Rússa þvingunum

G7 ríkin vilja ekki nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Bandaríkin vilja koma forseta Sýrlands frá völdum. Gagnárás Bandaríkjanna á Shayrat-herflugvöllinn eyðilagði fimmtung sýrlenskra herflugvéla.

Mikið blóð og merki um átök í íbúðinni

Lögregla segir að aðkoman í íbúðinni í Brønshøj í Kaupmannahöfn þar sem ótilgreindur fjöldi líka fannst í morgun hafi verið hryllileg. Líkin fundust er lögregla sinnti útkalli vegna heimiliserja.

Sjá næstu 50 fréttir