Erlent

Brautryðjandi í dómarastétt fannst látinn í Hudson-ánni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hudson-áin.
Hudson-áin. Vísir/EPA
Sheila Abdus-Salaam, 65 ára gamall dómari við æðsta rétt New York ríkis í Bandaríkjunum fannst látinn í Hudson-ánni í nótt. Hún var fyrsta múslimska konan til þess að verða dómari í Bandaríkjunum. Reuters greinir frá.

Lík hennar fannst í ánni skammt fyrir utan Manhattan og var hún úrskurðuð látin á staðnum. Dánarorsök er ókunn en hennar hafði verið saknað frá því í gær.

Abdus-Salaam var einnig fyrsta þeldökka konan til þess að verða dómari við æðsta rétt New York ríkis þegar hún var skipuð árið 2013.

Í yfirlýsingu frá Andrew Cuomo segir að Abdus-Salaam hafi verið brautryðjandi sem hafi helgað lífi sínu í þágu þess að gera New York ríki að sanngjarnara og réttláta ríki fyrir alla íbúa þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×