Erlent

Faðirinn játar að hafa myrt konu sína og börn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi morðanna í dag.
Frá vettvangi morðanna í dag. vísir/epa
38 ára gamall maður, sem lögreglan í Danmörku handtók í dag grunaðan um að hafa myrt börnin sín þrjú og barnsmóður sína, hefur játað morðin.

Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins þar sem kemur fram að lögmaður mannsins hafi lýst því yfir fyrir dómi í kvöld að maðurinn lýsti sig sekan, en hann neitaði sjálfur að tjá sig fyrir dómnum.

Fyrir dómnum kom fram að morðin hafi verið framin um klukkan hálfátta í morgun. Samkvæmt kæru notaði faðirinn bæði byssu og hníf til þess að drepa börnin sín og eiginkonu. Skaut hann einu eða fleiri skotum í hvert þeirra og stakk þau nokkrum sinnum með hnífnum.

Lögreglan var í morgun kölluð út vegna heimiliserja í íbúð fjölskyldunnar í Kaupmannahöfn. Þegar hún kom á staðinn fann hún lík barnanna og móðurinnar.

Faðirinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur.


Tengdar fréttir

Mikið blóð og merki um átök í íbúðinni

Lögregla segir að aðkoman í íbúðinni í Brønshøj í Kaupmannahöfn þar sem ótilgreindur fjöldi líka fannst í morgun hafi verið hryllileg. Líkin fundust er lögregla sinnti útkalli vegna heimiliserja.

Faðirinn handtekinn grunaður um morðin

Maðurinn sem handtekinn var af lögreglu í Kaupmannahöfn í tengslum við morð á konu og þremur börnum hennar fyrr í dag er faðir barnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×