Erlent

Flóttafólk selt á þrælamörkuðum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Oftast er um að ræða flóttamenn sem eru að reyna að komast til Evrópu.
Oftast er um að ræða flóttamenn sem eru að reyna að komast til Evrópu. Vísir/Getty

Hundruðir ungra karlmanna frá afríkulöndum sunnan Sahara hafa verið seldir á þrælamörkuðum í Líbíu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninnar, IOM. Oftast er um að ræða flóttamenn sem eru að reyna að komast til Evrópu.

Í skýrslunni er meðal annars rætt við fórnarlömb slíks mansals sem segjast hafa verið tekin til fanga af smyglurum eða uppreisnarhermönnum og seldir á torgum eða bílastæðageymslum.

Yfirmaður IOM í Lýbíu sagði í samtali við BBC að einstaklingar með fagkunnáttu við málningar, flísalagningu eða annað slíkt, væru seldir hærra verði en aðrir.

Maður frá Senegal, sem IOM ræddi við, sagðist hafa verið seldur á slíkum markaði í borginni Sabha í suður Líbíu og því næst verið færður í einskonar fangelsi þar sem meira en 100 manns var haldið í gíslingu. Konur voru einnig seldar á slíkum mörkuðum, iðulega í kynlífsþrælkun.

„Þeir staðfestu allir að eiga í hættu á að vera seldir í þrælahald á torgum og í bílageymslum í Sabha, annaðhvort af bílstjórum sínum eða af heimamönnum sem ráða flóttafólk í dagbundin störf, oft í iðnaðarverk,“ er haft eftir starfsmanni IOM í frétt á vef BBC.

„Seinna, í stað þess að greiða þeim laun, selja þeir fórnarlömbin áfram til nýrra kaupenda.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira