Erlent

Skiptu með sér 120 milljónum króna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Íslendingur vann bónusvinning, alls 3,2 milljónir króna.
Íslendingur vann bónusvinning, alls 3,2 milljónir króna. vísir/valli
Tveir Norðmenn voru með allar tölur réttar í Víkingalottói í kvöld og skiptu því með sér fyrsta vinningi sem nam rúmum 120 milljónum krónum. Hvor um sig fær því um 61 milljón í sinn hlut.

Íslendingur sem keypti miðann sinn á N1 í Skógarseli í Reykjavík hafði svo heppnina með sér í kvöld þegar hann vann bónusvinninginn, alls 3,2 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×