Erlent

Trump ekki lengur á því að NATO sé úrelt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump fundaði með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO.
Donald Trump fundaði með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki lengur á því að Atlantshafsbandalagið sé úrelt stofnun, líkt og hann hefur haldið fram áður. BBC greinir frá.

Þetta kom fram á fundi Trump með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Washington. Sagði Trump að hryðjuverkaógn undirstrikaði mikilvægi bandalagsins.

Þá óskaði Trump eftir því að bandalagið myndi gera meira til þess að aðstoða ríki á borð við Írak og Afganistan.

Trump gagnrýndi bandalagið mjög í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári. Sagði hann að bandalagið væri úrelt og krafðist hann þess að aðildarríki þess, þar á meðal Íslands, myndu greiða meira til bandalagsins.

Gekk hann svo langt að segja að Bandaríkin hafi verið rænd um árabil af bandamönnum sínum, en nú virðist sem að forsetinn hafi skipt um skoðun.


Tengdar fréttir

Trump afhenti Merkel reikning upp á 300 milljarða dollara

Donald Trump hefur ítrekað sagt að Evrópuríki "skuldi“ fé vegna NATO-samstarfsins. Heimildarmenn innan þýsku stjórnarinnar segja að hann hafi afhent Angelu Merkel margmilljarða reikning á fundi þeirra um síðustu helgi.

Trump hyggst sækja NATO-fund í maí

Búist er við að Bandaríkjaforseti muni þar ítreka þá kröfu sína að önnur aðildarríki bandalagsins leggi aukið fé í starfseminnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×