Erlent

Telja árásina á rútu Dortmund hryðjuverk

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Rútan varð fyrir sprengjuárás.
Rútan varð fyrir sprengjuárás. vísir
Saksóknarar í Þýskalandi telja að sprengjuárásin á rútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund hafi verið hryðjuverk. Þá greindi lögregla frá því að hún hefði handtekið mann með tengsl við herskáa íslamista í tengslum við árásina.

Þrjár sprengjur sprungu nærri rútunni á þriðjudagskvöld. Hafði litlum málmstykkjum verið komið fyrir í þeim til að valda sem mestum skaða. Enginn særðist alvarlega í árásinni en fresta þurfti leik liðsins við AS Monaco í Meistaradeildinni.

Talsmaður ríkissaksóknara Þýskalands sagði í gær að tveir menn væru grunaðir um að standa að árásinni. 25 ára Íraki og 28 ára Þjóðverji.

Þrjú eintök af sama bréfi fundust á vettvangi sem bentu til tengsla árásarmanna við ISIS. Í þeim var meðal annars farið fram á brotthvarf þýskra orrustuflugvéla frá Sýrlandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×