Erlent

Melania Trump fær háar skaðabætur frá Daily Mail

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna.
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Breska dagblaðið Daily Mail hefur samþykkt að greiða Melaniu Trump, forsetafrú Bandaríkjanna skaðabætur vegna fréttar þar sem því var haldið fram að hún hefði eitt sinn starfað sem fylgdarkona. BBC greinir frá.

Fréttin var birt á meðan á kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum stóð yfir en var síðar dregin til baka. Daily Mail hefur einnig beðið forsetafrúnna afsökunar.

Trump hafði farið fram á skaðabætur upp á 150 milljónir dollara frá Daily Mail vegna fréttarinnar. Sagði hún að fréttin hefði valdið sér miklum skaða og tekjutaps vegna mögulegra viðskiptasamninga sem hefðu glatast.

Í frétt Reuters segir að Daily Mail greiði Trump þrjár milljónir dollara, um 330 milljónir króna, í skaðabætur vegna fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×