Erlent

Faðirinn handtekinn grunaður um morðin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi glæpsins.
Frá vettvangi glæpsins. Vísir/EPA
Maðurinn sem handtekinn var af lögreglu í Kaupmannahöfn í tengslum við morð á konu og þremur börnum hennar fyrr í dag er faðir barnanna. Ekstrabladet greinir frá.

Lögreglan hefur staðfest þetta. Hann er grunaður um að hafa myrt fjölskylduna með hrottalegum hætti í íbúð í úthverfi Kaupmannahafnar. Þá bendir einnig margt til þess að maðurinn hafi beitt nokkrum vopnum við verknaðinn.

Greint hefur verið frá því að hryllileg sýn hafi beðið lögreglumanna sem komu á vettvang fyrst í morgun þegar þeir sinntu útkalli vegna heimiliserja. Lögregla hefur sagt að mikið blóð hafi verið á vettvangi sem og merki um átök.

Í samtali við Ekstrabladet segjast nágrannar hafa heyrt öskur og læti frá íbúðinni, þar á meðal barnsgrát. Fjölmennt lið lögreglu starfar nú á vettvangi við rannsókn málsins.


Tengdar fréttir

Mikið blóð og merki um átök í íbúðinni

Lögregla segir að aðkoman í íbúðinni í Brønshøj í Kaupmannahöfn þar sem ótilgreindur fjöldi líka fannst í morgun hafi verið hryllileg. Líkin fundust er lögregla sinnti útkalli vegna heimiliserja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×