Erlent

Telja nokkrum vopnum hafa verið beitt við að myrða fjölskylduna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/EPA
Móðir og börn hennar voru meðal þeirra sem myrt voru með hrottalegum hætti í íbúð í Brønshøj í Kaupmannahöfn í morgun. Lögregla telur að morðinginn hafi beitt nokkrum vopnum.

Greint hefur verið frá því að hryllileg sýn hafi beðið lögreglumanna sem komu á vettvang fyrst í morgun þegar þeir sinntu útkalli vegna heimiliserja. Lögregla hefur sagt að mikið blóð hafi verið á vettvangi sem og merki um átök.

Ekstrabladet telur sig hafa heimildir fyrir því að fjölskylda hafi verið myrt í íbúðinni, móðir og nokkur börn hennar en lögregla hefur ekki viljað staðfesta fjölda þeirra sem fundust látnir í íbúðinni.

Lögregla hefur unnið að rannsókn á vettvangi frá því morgun og segir einn lögreglumaður að margt bendi til þess að morðinginn hafi beitt nokkrum vopnum. Þá hefur lögregla staðfest að bráðaliðar hafi reynt endurlífgun á einu fórnarlambinu án árangurs.

Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Óljóst er hvernig hann tengist fjölskyldunni en það eina sem lögrega hefur gefið uppi er að hann sé „tengdur heimilisfanginu“.


Tengdar fréttir

Mikið blóð og merki um átök í íbúðinni

Lögregla segir að aðkoman í íbúðinni í Brønshøj í Kaupmannahöfn þar sem ótilgreindur fjöldi líka fannst í morgun hafi verið hryllileg. Líkin fundust er lögregla sinnti útkalli vegna heimiliserja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×