Fleiri fréttir

Erninum sleppt sem fyrst

Þetta gengur ljómandi vel. Hann er farinn að éta meira og þar af leiðandi fitna, segir Jón Gíslason, dýrahirðir í Húsdýragarðinum, um haförninn sem er í endurhæfingu í garðinum.

Titlarnir teknir af lögmönnum

Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi.

Leigubílstjórar hvergi bangnir

Þetta leggst misvel í menn enda menn mismunandi en heildin hræðist þetta ekki, segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, um nætur­akstur Strætó bs.

Ætlar að stefna ríkinu vegna Geirfinnsmáls

Erla Bolladóttir undirbýr hópfjármögnun vegna málshöfðunar gegn ríkinu. Hún vill að niðurstaða endurupptökunefndar verði ógilt. Breskur ljósmyndari gefur andvirði nokkurra ljósmynda á sýningu um málið til söfnunar Erlu.

Opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum lausn á vanda foreldra

Starfshópur á vegum borgarinnar skilar tillögum um nýjar ungbarnadeildir á næstu vikum. Formaður skóla- og frístundaráðs telur þær lykilatriði í lausn á vanda foreldra með ung börn sem stafar af manneklu á leikskólum.

Fimmtíu ný störf á Eyrarbakka

Óskar Örn Vilbergsson og Þór Reynir Jóhannsson hafa kynnt fyrir bæjarráði Sveitarfélagsins Árborgar hugmyndir sínar um byggingu steinullarverksmiðju á landi vestan við Eyrarbakka.

Fimm reknir frá KR

Fimm menn hafa verið látnir fara frá KR undanfarin ár vegna ósæmilegrar framkomu. Alvarlegustu dæmin sem íþróttakonur nefna um kynferðislegt ofbeldi eru mál sem eiga heima hjá lögreglu, segir formaður FH.

Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn

Hraunavinir, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og eigendur Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi vegna lagningar Lyklafellslínu. Fjögur sveitarfélög gefið Landsneti grænt ljós og stefnt að útboði.

Boða aðgerðir vegna áreitni og ofbeldis í íþróttum

Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd.

Slökkvistarfi lokið á Hellisheiði

Slökkvistarfi er nú lokið á Hellisheiði en eldur kom upp í loftræstibúnaði Hellisheiðarvirkjunar laust fyrir hádegi í dag.

Ilmolíur ógna velferð dýra

Matvælastofnun (MAST) varar gæludýraeigendur við mikilli notkun ilmolía á heimilum þar sem þær geta verið skaðlegar dýrum og þá einkum og sér í lagi köttum. Mikilvægt er að gæludýraeigendur takmarki aðgang gæludýra að þeim.

Tuttugu sjúkrarúm tekin úr notkun

Tuttugu rúm á Landspítalanum hafa verið tekin úr notkun nýverið vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, segir Jón Magnús Kristjánsson, bráðalæknir á Landspítalanum.

Flæddi inn í tvo kjallara

Starfsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu stóðu í ströngu langt fram eftir kvöldi við að hreinsa frá stífluðum niðurföllum á götum.

Trúa ekki á guð en vilja samt fermast öll saman

Ellefu prósent barna kjósa að fermast borgaralega. Embla Einarsdóttir er ein þeirra. Hún segist hafa ákveðið það því að fræðslan hjá Siðmennt muni nýtast henni betur. Tæplega 3.400 hafa fermst hjá Siðmennt frá því árið 1989.

Einfættur fangi fær ekki náðun

Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga.  

Rignir, bætir í vind og kólnar

Veðurstofan gerir ráð fyrir hvassviðri eða stormi austan megin á landinu, en að það verði strekkingur eða allhvasst vestantil.

Sjá næstu 50 fréttir