Innlent

Flæddi inn í tvo kjallara

Það er mikilvægt að huga að niðurföllunum.
Það er mikilvægt að huga að niðurföllunum. Vísir/Anton
Starfsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu stóðu í ströngu langt fram eftir kvöldi við að hreinsa frá stífluðum niðurföllum á götum. Víða mynduðust stórar tjarnir á götum í vatnsveðrinu undir kvöld í gær.

Vatn náði þó ekki að flæða inn í kjallara húsa nema á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og var lekinn minniháttar í báðum tilvikum.

Björgunarsveitarmenn á Suðvesturhorninu sinntu 23 verkefnum og var umfang þeirra um helmingi minna en þegar óveðrið gekk yfir á þriðjudagsmorgun.

Veðurofsinn var enda ekki eins mikill og búist hafði verið við. Síðan fór hvassviðrið að ganga til norðausturs og er appelsínugul viðvörun í gildi á Austfjörðum og Suðausturlandi til miðnættis. Nánar má fræðast um vendingar í veðrinu með því að smella hér.

 


Tengdar fréttir

Rignir, bætir í vind og kólnar

Veðurstofan gerir ráð fyrir hvassviðri eða stormi austan megin á landinu, en að það verði strekkingur eða allhvasst vestantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×