Fleiri fréttir

Enn ekki steytt á neinum skerjum í viðræðunum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, komu saman til fundar í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 13 í dag.

Þyrlan sótti bráðveikan sjúkling

Undir miðnætti var óskað eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar yrði send til móts við sjúkrabíl, sem var að flytja bráðveikan sjúkling úr Húnavatnssýslu.

Arnar Freyr reyndi að verja sig og var sýknaður

Arnar Freyr Karlsson, sem þekktur er fyrir leik sinn í Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni, var í gær sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara

Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands.

Hjartavernd vill finna fólk í lífshættu

"Finnum fólk í lífshættu – útrýmum ótímabærum hjarta- og æðaáföllum“ er yfirskrift söfnunarátaks Hjartaverndar. Því verður fylgt úr hlaði á föstudaginn í opinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2.

Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát

Skipstjóri hjólabáts, sem varð valdur að dauða konu við Jökulsárlón, og starfsmaður á malarplani við lónið segja ekkert óeðlilegt við það hvernig bátnum var ekið. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag en maðurinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi.

Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu

Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met.

Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós

Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði.

Tannlæknar vara við kolahvíttunaræði

Nýjasta æðið er að bursta tennur sínar upp úr kolum í púður- eða tannkremsformi í von um hvítari tennur. Vörurnar eru markaðssettar fyrir ungt fólk á samfélagsmiðlum. Blekking, segja sérfræðingar.

Tannlæknar vara við kolahvíttunaræði

Nýjasta æðið er að bursta tennur sínar upp úr kolum í púður- eða tannkremsformi í von um hvítari tennur. Vörurnar eru markaðssettar fyrir ungt fólk á samfélagsmiðlum. Blekking, segja sérfræðingar.

Útlit fyrir mikinn kulda um komandi helgi

Á laugardag kólnar heldur mikið og getur frostið náð allt að átta stigum. Er gert ráð fyrir áframhaldandi kulda á sunnudag, mánudag og þriðjudag.

Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta

Byrjað er að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna til samþykktar á laugardag.

Hættulegar holur á Holtinu

Stórhættulegt bara! Hvolpurinn minn var aðeins utan við sig og steig þarna ofan í með einn fót, segir íbúi í hverfinu.

Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag

Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar.

Sjá næstu 50 fréttir