Innlent

Fylla í holurnar á Holtinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá framkvæmdum í Hafnarfirði.
Frá framkvæmdum í Hafnarfirði. Vegagerðin
Vegagerðin hófst í morgun handa við að fylla í holur sem íbúar á Holtinu í Hafnarfirði höfðu óttast að gætu valdið slysi fengju þær að standa þar opnar. Um er að ræða framkvæmdir vegna hljóðmanar við Reykjanesbrautina.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vinnu við verkið hafa hafist að nýju í morgun. Reiknað er með því að staurum verði komið fyrir í öllum holunum og þeim hluta framkvæmdanna verði lokið nú síðdegis eða á morgun. Stefnt sé að því að steypa í hólka umhverfis staura á morgun ef aðstæður leyfi.

Þá sé búið að setja upp snúru með flöggum til að vara við hættu á meðan á framkvæmdunum standi.

Einar Bárðarson, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir bæinn hafa haft samband við Vegagerðina um leið og erindi frá íbúum bæjarins barst í Facebook-hópinn Holtið mitt í gær. Einar segir bæjaryfirvöld fagna ábendingum frá Hafnfirðingum. Þau vakti samfélagsmiðla vel.

„Svo er það auðvitað og eðlilega eftir stærð vanda og vexti hans hvernig við getum brugðist við og hvað hratt.

Þá hrósar Einar skjótum viðbrögðum Vegagerðarinnar.


Tengdar fréttir

Hættulegar holur á Holtinu

Stórhættulegt bara! Hvolpurinn minn var aðeins utan við sig og steig þarna ofan í með einn fót, segir íbúi í hverfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×