Innlent

Eldur í álverinu á Reyðarfirði

Gissur Sigurðsson skrifar
Álverið á Reyðarfirði.
Álverið á Reyðarfirði. Vísir/Valli
Betur fór en á horfðist þegar glussaleiðsla sprakk í álverinu á Reyðarfirði á sjötta tímanum í morgun og eldur kviknaði í glussanum.

Þegar í stað var kallað á slökkvilið Fjarðabyggðar, sem kom á staðinn, en eldurinn var hátt uppi í kerskálanum og aðstæður því mjög erfiðar fyrir slökkviliðsmenn.

Þá má ekki nota vatn inni í kerskálunum þannig að aðeins er hægt að nota duft. Eftir mikið klifur með duftkúta tókst slökkviliðsmönnum að ráða niðurlögum eldsins áður en hann næði útbreiðslu og lauk slökkvistafinu um klukkan 06:00.

Að sögn Þorbergs Haukssonar slökkviliðsstjóra myndaðist töluverður hiti í skálanum, en ekki virðist sem hann hafi skemmt neitt út frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×