Innlent

Tvær alvarlegar líkamsárásir á Austurlandi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lögreglan rannsakar nú tvær alvarlegar líkamsárásir um helgina í heimahúsum á Austurlandi.
Lögreglan rannsakar nú tvær alvarlegar líkamsárásir um helgina í heimahúsum á Austurlandi. Vísir/Eyþó
Um síðustu helgi voru tvær alvarlegar líkamsárásir kærðar á Austurlandi. Bæði málin eru til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Austurlandi. Í öðru tilfellinu kjálkabrotnaði einstaklingur sem sleginn var í andlitið í heimahúsi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru málsatvik kunn og vitað hver gerandinn er.

Annar maður var stunginn með hnífi í heimahúsi um helgina. Lögreglan handtók árásaraðilann fljótlega eftir árásina og viðurkenndi hann verknaðinn. Þessi einstaklingur hefur nú þegar hafið afplánun vegna ókláraðra mála í réttarvörslukerfinu. Þolandinn var fluttur á fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupsstað þar sem gert var að sárum hans. Samkvæmt lögreglu voru meiðsl hans ekki lífshættuleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×