Innlent

Bilun í hjólabúnaði kallaði á viðbúnað á Keflavíkurflugvelli

Gissur Sigurðsson skrifar
Allir viðbragðsaðilar bjuggu sig undir nauðlendingu á vellinum.
Allir viðbragðsaðilar bjuggu sig undir nauðlendingu á vellinum. VÍSIR/ANTON BRINK
Mikill viðbúnaður hefur verið á Keflavíkurflugvelli í morgun og um tíma var öllu flugi beint frá vellinum, vegna tilkynningar um bilun í hjólabúnaði Bombardier-vélar Air Iceland Connect, sem var að koma frá Akureyri og átti að lenda í Keflavík klukkan 04:20.

Hún var látin í biðflug í eina klukkustund og á meðan undirbjuggu allir viðbragðsaðilar nauðlendingu hennar á vellinum.

Hún lenti svo klukkan 6:10 og stóð í 15 til 20 mínútur á brautinni áður en henni var ekið að flugskýli.

Hjólabúnaðurinn virðist því hafa haldið í lendingunni. Fréttastofu er ekki kunnugt um hversu margir farþegar voru um borð, en nú er búið að opna völlinn fyrir allri flugumferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×