Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði þar um helgina kallar eftir auknu eftirliti. Eigandi Trampólíngarðsins segir slysin mun færri en læknar gefi í skyn og að gætt sé vel að öryggi barnanna.

Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Þar förum við líka yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum og í Simbabve, þar sem herinn tók völdin í dag og setti Robert Mugabe, forseta landsins, í stofufangelsi.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Bíó Paradís, þar sem ný íslensk heimildarmynd um veru bandaríska Varnarliðsins á Íslandi, verður frumsýnd í kvöld.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×