Fleiri fréttir

Flug WOW air frá Miami féll niður vegna bilunar

Flug WOW air númer 132 frá Miami til Keflavíkur sem fara átti eftir tæpan klukkutíma var fyrr í dag fellt niður vegna bilunar í einni af þremur Airbus 330-þotum flugfélagsins.

Fleiri í stöðugu eftirliti lögreglunnar

Vopnuð sérsveit verður áfram á fjölmennum viðburðum þar til annað verður ákveðið að sögn Ríkislögreglustjóra. Hann segir að fjölgað hafi á lista yfirvalda yfir vaktaða einstaklinga.

Þrjár leiðir til að draga úr áhættu vegna fjárfestingastarfsemi bankanna

Verulega hefur dregið úr fjárfestingastarfsemi viðskiptabankanna frá hruni samkvæmt nýrri skýrslu starfshóps fjármálaráðherra um málið. Ráðherra telur að skýrslan sýni að ekki sé nauðsynlegt aðskilja þessa starfsemi frá bönkunum til koma í veg fyrir meiriháttar áföll í framtíðinni.

Ísfirskir krakkar selja ferðamönnum lambaknús

Fjórir ísfirskir krakkar, sem nýkomnir eru í sumarfrí, hófu í dag að bjóða ferðamönnum að „hitta lömb og faðma þau“ fyrir 100 íslenskar krónur – eða 1 Bandaríkjadal. Móðir tveggja barnanna segir þau hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þegar þau sáu skemmtiferðaskip, fullt af ferðamönnum, sigla í höfn á Ísafirði í morgun.

Útlit fyrir regnhlífaveður á 17. júní

Útlit er fyrir einhverja rigningu á öllu landinu á þjóðhátíðardaginn sem haldinn verður hátíðlegur næstkomandi laugardag. Gestir tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sem hefst á fimmtudag og stendur fram á sunnudag, geta því einnig átt von á nokkurri vætu.

Skjálfti 3,6 að stærð í Bárðarbungu

Jarðskjálfti upp á 3,6 stig varð í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni snemma í gærmorgun og nokkrir eftirskjálftar fylgdu, sá snarpasti 2,5 stig.

Brutust inn hjá Eimskipum við Sundahöfn

Fimm menn sem grunaðir eru um húsbrot voru handteknir á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn í nótt. Þeir voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar í nótt vegna rannsóknar innbrotsins.

Á fjórða þúsund manns í ósamþykktu húsnæði

Búið er að kortleggja núverandi stöðu óleyfisíbúða á höfuðborgarsvæðinu. Mikil fjölgun í Hafnarfirði og Mosfellsbæ frá árinu 2008. Borgar- og bæjarstjórar hafa fengið upplýsingarnar. Mörg óleyfishús með eldvarnir í lagi.

Rotturnar sleikja líka sólina í borginni

Íbúar í Vesturbænum hafa á Facebook vakið athygli á rottugangi. Starfsmaður meindýravarna Reykjavíkurborgar segir að ekki sé meiri rottugangur á svæðinu en venjulega. Rottur eiga það til að birtast á götum borgarinnar þegar hlýnar.

Vilja laga aðstöðu farþega í Mjódd

Um fjórar milljónir farþega fara árlega um skiptistöðina í Mjódd og bar Sjálfstæðisflokkurinn upp tillögu á borgarráðsfundi um að bæta aðstöðu farþega.

Yngst íslenskra lækna til að verða doktor í skurðlækningum

Þrátt fyrir að Selfyssingurinn Guðrún Nína Óskarsdóttir sé ekki nema 29 ára gömul og tveggja barna móðir þá er hún orðinn doktor í skurðlæknisfræði, yngst íslenskra lækna. Eiginmaður Guðrúnar Nínu er líka læknir, pabbi hennar er læknir og tvær systur hennar eru læknar og bróðir hennar er með meistarapróf í lyfjafræði.

Fundað um netöryggi á öruggum stað

Mikill viðbúnaður var við fund þjóðaröryggisráðs á öryggissvæði NATO og Landhelgisgæslunnar á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll í dag. Netöryggismál voru fyrirferðamikil á fundinum auk þess sem rætt var um vopnaburð sérsveitarinnar um helgina

Sexmenningarnir voru ekki yfirheyrðir í dag

Ekki er vitað hver tilgangur árásarinnar var og vildi Grímur ekki staðfesta að um handrukkun væri að ræða. Upp undir einn tugur vitna hefur setið yfirheyrslur undanfarið og búið er að yfirheyra þau öll.

Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma

Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði.

Eigandi gullhringsins í laukhýðispottinum fundinn

Máttur samfélagsmiðlanna er greinilega mikill þar sem eigandinn er nú fundinn. Eigandinn er Guðrún Gestsdóttir frá Eskiholti í Borgarfirði og er hún gift umræddum Sveini Finnssyni bónda í Eskiholti. Guðrún sjálf sá auglýsinguna um hringinn á Facebook og taldi sig kannast við hann.

Sjá næstu 50 fréttir