Innlent

Sexmenningarnir voru ekki yfirheyrðir í dag

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Engar yfirheyrslur voru í dag yfir sexmenningunum sem grunaðir eru um aðild að láti Arnars Jónssonar Aspar, miðvikudaginn 7.apríl síðastliðinn.
Engar yfirheyrslur voru í dag yfir sexmenningunum sem grunaðir eru um aðild að láti Arnars Jónssonar Aspar, miðvikudaginn 7.apríl síðastliðinn. vísir/Ritstjórn
Engar yfirheyrslur voru í dag yfir sexmenningunum sem grunaðir eru um aðild að láti Arnars Jónssonar Aspar, miðvikudaginn 7.apríl síðastliðinn. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögreglumaður. Búist er við að fólkið verði yfirheyrt á morgun.

„Það verða engar yfirheyrslur í dag en þær verða líklega yfirheyrslur á morgun. Það er ekkert víst hvort við náum þeim öllum en við erum bara að byrja,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. Rannsókn málsins er hvergi nærri lokið og enn er verið að skoða alla málavexti.

Ekki er vitað hver tilgangur árásarinnar var og vildi Grímur ekki staðfesta að um handrukkun væri að ræða. Upp undir einn tugur vitna hefur setið yfirheyrslur undanfarið og búið er að yfirheyra þau öll. 

Lífsýni hafa fundist við rannsókn málsins en ekki liggur fyrir hvort að senda þurfi þau erlendis til rannsóknar.


Tengdar fréttir

Reyndu að samræma framburð

Sakborningunum í morðmálinu í Mosfellsdal ber öllum saman í einu veigamiklu atriði við yfirheyrslur. Framburður þeirra er að öðru leyti á reiki. Búið var að velja nafn á nýfædda dóttur hins látna.

Í einangrun á Hólmsheiði

Engar yfirheyrslur fóru fram yfir sex einstaklingum sem sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um manndráp í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld, í gærkvöldi eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurði sína varðandi varðhald.

Manndráp í Mosfellsdal: Yfirheyrslur halda áfram í dag

Yfirheyrslur lögreglu vegna manndrápsins í Mosfellsdal síðastliðið miðvikudagskvöld standa nú yfir. Í samtali við Vísi í dag segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, lögregla hafi byrjað snemma í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×