Fleiri fréttir

Vitni í manndrápsmáli fengið vernd lögreglu

Arnar Jónsson Aspar var jarðsunginn í gær. Fjórum sakborningum af sex hefur verið sleppt úr haldi og eru þeir ekki grunaðir um beina aðkomu að láti Arnars. Ekki liggur fyrir lokaniðurstaða h

Ósanngjarnt að vísa Litháa burt

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann litháísks karlmanns. Endurkomubannið átti að gilda til tíu ára.

Alls enginn einhugur um vopnaburð

Líkt og greint hefur verið frá er ákvörðunin umdeild, en Íslendingar mega búast við að sjá vopnaða sérsveitarmenn á fjölmennum viðburðum áfram, þar með talið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice nú um helgina og á sjálfan 17. júní.

Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló

David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum.

Þroskaskertur maður að endingu dæmdur í 18 mánaða fangelsi

Hæstiréttur dæmdi mann, sem metinn var þroskaskertur af geðlækni, í 18 mánaða fangelsi í dag. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu.

Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller eftir mánuð

Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn grænlenska skipverjanum Thomasi Møller mun hefjast þann 18. júlí klukkan 9:15. Þetta var ákveðið við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey

„Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“

Sagðist aka á eðlilegum evrópskum hraða

Þegar erlendur ökumaður hópferðabifreiðar var stöðvaður á Suðurlandsvegi á hátt í sextíu kílómetra meiri hraða á klukkustund en leyfilegur hámarkshraði sagði hann lögreglu að það væri eðlilegur hraði í Evrópu.

Allt breyst á Íslandi eftir 36 ár í löggunni

Kristjáni Þorbjörnssyni yfirlögregluþjóni var án aðdraganda sagt upp störfum nýverið vegna skipulagsbreytinga. Uppsögnin þýðir mikinn réttindamissi því stutt er í starfslok. Kristján drepur tímann við áhugamálin á meðan málin skýrast.

Frávísun lögreglustjóra felld úr gildi af saksóknara

Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi þá ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum að vísa frá kæru Landssambands veiðifélaga vegna sleppingar regnbogasilungs á Vestfjörðum. Skal lögreglustjórinn taka málið til nýrrar meðferðar.

Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu

Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn.

„Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri.

Stefnir í harða deilu milli Félagsstofnunar stúdenta og Minjastofnunar vegna nýbygginga á háskólasvæðinu

Minjastofnun leggst alfarið gegn því að hugmyndir Félagsstofnunar stúdenta um byggingu við hlið Gamla Garðs á háskólalóðinni verði að veruleika. Byggingin muni skyggja á og raska einstæðri og mikilvægri skipulagsheild með óafturkræfum hætti. Félagsstofnun segir Minjavernd ekki hafa lögsögu í málinu enda sé Gamli Garður ekki friðaður.

Akraborgin siglir á ný

Flóasiglingar á milli Akraness og Reykjavíkur hófust aftur í dag eftir 19 ára hlé.

Skoða losun fráveituvatns í borholur

Í dag sendi sveitarfélagið Skútustaðahreppur og fimmtán rekstraraðilar í sveitarfélaginu inn fimm ára umbótaáætlun um fráveitumál. Áætlunin stendur og fellur með fjárstuðningi ríkisins.

Sjá næstu 50 fréttir