Innlent

Sagðist aka á eðlilegum evrópskum hraða

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn mældu ökumanninn langt yfir hámarkshraða.
Lögreglumenn mældu ökumanninn langt yfir hámarkshraða. Vísir/Anton Brink
Erlendur ökumaður hópferðabifreiðar var stöðvaður á 146 km/klst á Suðurlandsvegi í gærkvöldi þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Ökumaðurinn sagði lögreglu að þetta væri eðlilegur hraði í Evrópu.

Skömmu síðar var annar ökumaður stöðvaður á miklum hraða á Suðurlandsvegi við Bláfjöll. Sá mældist á 123 km/klst. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Nokkuð var um ölvunar- og fíkniefnaakstur í höfuðborginni í gærkvöldi og nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×