Innlent

Ósanngjarnt að vísa Litháa burt

Sæunn Gísladóttir skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Valli
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann litháísks karlmanns. Endurkomubannið átti að gilda til tíu ára.

Litháinn sem hefur búið á Íslandi í tíu ár ásamt fjölskyldu sinni var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir þátttöku í smygli á 1,7 lítrum af amfetamínbasa til landsins. Hann fékk reynslulausn á árinu 2015 og hefur starfað í byggingariðnaði.

Eftir að Útlendingastofnun vísaði Litháanum úr landi gerði hann stofnuninni grein fyrir því að það yrði fjölskyldu sinni mjög þungbært og jafnvel ógerlegt að flytja til Litháens og byrja þar nýtt líf.

Lýsti hann iðrun yfir því að hafa gerst brotlegur við hegningarlög og kvaðst ekki mundu gera slík mistök aftur. Héraðsdómur segir brottvísun mannsins ósanngjarna fyrir hann og fjölskyldu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×