Innlent

Segir viðbrögð forsetans vegna máls Roberts Downey ekki eins og best verður á kosið

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir mikilvægt að fólk fái annað tækifæri. Eðlilegt sé að Róbert fái að starfa við það sem hann er menntaður til. Þá segir hann viðbrögð forsetans ekki eins og best verður á kosið.

„Ég hefði ekki notað orðin að loka menn bara inni og henda lyklinum. Ég held að þetta sé ekki góð setning. Við eigum ekki að láta stjórnast svona af reiðinni og ef menn vilja það hins vegar að menn eigi ekki að fá möguleika aftur og ekki að fá starfsréttindi aftur þá er alveg eins gott að dæma þá í ævilangt fangelsi, er það ekki bara best?“ segir Brynjar.

 

Hann segir að forsetinn hefði mátt hugsa málið betur áður en hann tjáði sig eins og hann gerði í dag. Hann segir að reglurnar um uppreist æru séu eðlilegar. Allir eigi rétt á uppreist æru, uppfylli þeir skilyrði laganna. Það eigi Robert líka.

„Hann er búinn að afplána og hann fær í þessu tilviki meiri refsingu því hann missir starfsréttindin.  Hann hefur ekki brotið af sér. Hann fór í sérstaka meðferð í betrun sinni og þá finnst mér ósköp eðlilegt að menn eigi möguleika á því að snúa aftur og starfa við það sem þeir eru menntaðir til.“


Tengdar fréttir

Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey

„Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×