Fleiri fréttir

Sveitarstjórnarmál vistuð á Laugarvatni

Samþykkt hefur verið að koma upp rannsókna og fræðslusetri á Laugarvatni um sveitarstjórnarmál en samningur þess efnis var undirritaður í Hveragerði í dag.

Íbúakosning í Reykjavík fer vel af stað

Borgarbúar geta valið á milli rúmlega 240 hugmynda í hverfakosningum sem hófust í gær. Verkefnin eru af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá hraðahindrunum að sparkvöllum og endurnýjun leiksvæða.

Var óheimilt að taka upp og miðla efni sjónvarpsstöðva Símans

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak.

„Heræfingar eru ekki eitthvað sem mér hugnast“

Kom þetta fram í svari forsætisráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, sem spurði ráðherra út í heræfingu NATO, Trident Juncture, sem nú fer fram hér á landi.

Lisbet Palme er látin

Lisbet Palme, ekkja Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, er látin, 87 ára að aldri.

Kúariða á skoskum bóndabæ

Skoska heimastjórnin hefur staðfest að kúariða (BSE) hafi greinst á bóndabæ í austurhluta landsins.

Bein útsending: Ráðstefna um heimilisofbeldi

Ráðstefna um samvinnu í heimilisofbeldismálum verður haldin í dag á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Ráðstefnan hefst klukkan tíu og stendur til fjögur í dag. Vísir sýnir frá ráðstefnunni í beinni útsendingu.

Stór hluti málanna stoppi hjá lögreglu

Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð, gerði víðtæka rannsókn á árunum 2008-2009, ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnarsdóttur, þar sem þær fylgdu hverju einasta kynferðisbrotamáli eftir hjá lögreglunni.

Hinsti pistill Khashoggi birtur

Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl.

Trudeau fær sér ekki smók

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist í gær ekki ætla að reykja kannabis þótt það væri orðið löglegt í ríkinu. "

Sjá næstu 50 fréttir