„Erfiðasta tjónið er tilfinningalegt“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 18. október 2018 11:10 Vatn flæddi meðal annars inn í boltageymslu og herbergi í kjallaranum þar sem bikarar eru geymdir. Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, segist ekki gera sér grein fyrir hversu mikið tjón varð í miklum vatnsleka í kjallara Valsheimilisins í morgun. Þó sé ljóst að tjónið hlaupi á milljónum þar sem bæði rafmagns- og tölvugeymsla félagsins var í kjallaranum. Tölvubúnaður, rafmagn og annað slíkt sé ónýtt. Erfiðasta tjónið sé þó tilfinningalegt þar sem hluti af minjum Valsmanna var geymdur í kjallaranum. „Það er ljóst að hluti af þeim hefur skemmst í þessum leka,“ segir Lárus.Hér fyrir neðan má sjá myndbönd sem Andri Fannar Stefánsson, leikmaður meistaraflokks Vals í knattspyrnu og þjálfari hjá yngri flokkum félagsins, tók í kjallara Valsheimilisins í morgun. Ekki hægt að bæta minjar og minningar Bikarar, myndir, málverk, félagsskrár og ýmislegt annað var geymt niðri í kjallaranum. „Við erum ekki búin að sjá nákvæmlega hvað það er sem varð vatninu að bráð en það er ljóst að það er eitthvað tjón og eitthvað sem er ekki hægt að bæta sem varð vatni að bráð.“ Lárus segir að það hafi tekist að bjarga einhverju. „En því miður er vatnið þannig að það sem lendir í vatni það er oft erfitt að bæta það. Erfiðasta tjónið er tilfinningalegt, minjar og minningar sem er ekki hægt að bæta, það er svona sárast í þessu.“ Spurður út í framhaldið í dag segir Lárus að Valsheimilið verði lokað í dag. Síðan verði stöðufundurinn seinnipartinn. „Við ætlum að reyna að koma starfseminni í gang eins fljótt og hægt er og munum bara tilkynna það um leið og vitum meira um möguleikana um að koma starfinu í gang,“ segir Lárus. Tengdar fréttir Metradjúpt vatn þegar mest var í miklum vatnsleka í Valsheimilinu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan sjö í morgun vegna mikils vatnsleka í kjallara Valsheimilisins. 18. október 2018 10:05 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, segist ekki gera sér grein fyrir hversu mikið tjón varð í miklum vatnsleka í kjallara Valsheimilisins í morgun. Þó sé ljóst að tjónið hlaupi á milljónum þar sem bæði rafmagns- og tölvugeymsla félagsins var í kjallaranum. Tölvubúnaður, rafmagn og annað slíkt sé ónýtt. Erfiðasta tjónið sé þó tilfinningalegt þar sem hluti af minjum Valsmanna var geymdur í kjallaranum. „Það er ljóst að hluti af þeim hefur skemmst í þessum leka,“ segir Lárus.Hér fyrir neðan má sjá myndbönd sem Andri Fannar Stefánsson, leikmaður meistaraflokks Vals í knattspyrnu og þjálfari hjá yngri flokkum félagsins, tók í kjallara Valsheimilisins í morgun. Ekki hægt að bæta minjar og minningar Bikarar, myndir, málverk, félagsskrár og ýmislegt annað var geymt niðri í kjallaranum. „Við erum ekki búin að sjá nákvæmlega hvað það er sem varð vatninu að bráð en það er ljóst að það er eitthvað tjón og eitthvað sem er ekki hægt að bæta sem varð vatni að bráð.“ Lárus segir að það hafi tekist að bjarga einhverju. „En því miður er vatnið þannig að það sem lendir í vatni það er oft erfitt að bæta það. Erfiðasta tjónið er tilfinningalegt, minjar og minningar sem er ekki hægt að bæta, það er svona sárast í þessu.“ Spurður út í framhaldið í dag segir Lárus að Valsheimilið verði lokað í dag. Síðan verði stöðufundurinn seinnipartinn. „Við ætlum að reyna að koma starfseminni í gang eins fljótt og hægt er og munum bara tilkynna það um leið og vitum meira um möguleikana um að koma starfinu í gang,“ segir Lárus.
Tengdar fréttir Metradjúpt vatn þegar mest var í miklum vatnsleka í Valsheimilinu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan sjö í morgun vegna mikils vatnsleka í kjallara Valsheimilisins. 18. október 2018 10:05 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Metradjúpt vatn þegar mest var í miklum vatnsleka í Valsheimilinu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan sjö í morgun vegna mikils vatnsleka í kjallara Valsheimilisins. 18. október 2018 10:05