Innlent

Íbúakosning í Reykjavík fer vel af stað

Höskuldur Kári Schram skrifar
Borgarbúar geta valið á milli rúmlega 240 hugmynda í hverfakosningum sem hófust í gær. Verkefnin eru af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá hraðahindrunum að sparkvöllum og endurnýjun leiksvæða.

Þetta er sjöunda sinn sem borgaryfirvöld efna til hverfakosninga. Allir borgarbúar, fimmtán ára og eldri, geta tekið þátt en kosningin fer fram á Netinu og lýkur um næstu mánaðamót. Rúmlega tíu þúsund kusu í fyrra og í ár eru 242 hugmyndir í boði.

„Þær eru mjög fjölbreyttar og hafa aldrei verið eins fjölbreyttar og núna,“ segir Unnur Margrét Arnardóttir verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg.

Guðbjörg Lára Másdóttir, sem einnig stýrir verkefninu, segir að kosningin hafi farið vel af stað.

„Þetta byrjaði mjög vel í gær og það verður spennandi að sjá hvernig framhaldið verður,“ segir Guðbjörg. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×