Innlent

Framkvæmdastjóri LÍN segir kröfur sjóðsins enn til staðar

Birgir Olgeirsson skrifar
Dómurinn náði aðeins yfir lán á tilteknum tímabili.
Dómurinn náði aðeins yfir lán á tilteknum tímabili. Fréttablaðið/Valli
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, segir fjárhagsleg áhrif nýfallins Hæstaréttardóms lítil sem engin. Þó svo að Hæstiréttur hafi fellt úr gildi sjálfskuldaábyrgð móður námsmanns, þá eigi sjóðurinn ennþá sína kröfu á námsmanninn.

Framkvæmdastjórinn segir dóminn hafa fordæmisgildi fyrir ákveðið tímabil í útlánum sjóðsins. Um er að ræða frá miðju ári 2009 til nóvember 2013 þegar sjóðurinn ákvað að fara fram á ábyrgðarmann á lánum þeirra námsmanna sem voru á vanskilaskrá. Hæstiréttur mat það svo að það hefði verið ólöglegt þar sem sjóðurinn framkvæmdi ekki greiðslumat á lántakanum.

Hrafnhildur bendir þó á að sjóðurinn hefði ávallt upplýst ábyrgðarmennina að lántakinn væri á vanskilaskrá.

Um er að ræða prófmál en fimm dómarar dæmdu málinu og skilaði einn þeirra sératkvæði. Niðurstaða meirihluta Hæstaréttar er fordæmi í málum annarra lántaka hjá LÍN þar sem reynir á sjálfskuldarábyrgð við greiðslufall.

Hrafnhildur segir þetta ekki verulegan skell fyrir LÍN því sjóðurinn á ennþá sínar kröfur á lántakendurna og þær hurfu ekki með dómi Hæstaréttar í dag.

Hún segir óþarfa að breyta verklagi hjá sjóðnum því að dómurinn eigi aðeins við fjögurra ára tímabil og þetta sé ekki stundað í dag, það er að veita lán til þeirra sem eru vanskilaskrá gegn því að einhver gangist í ábyrgð fyrir lánið, án þess að framkvæma greiðslumat.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×