Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin aðallega af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans, sem rætt verður við í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30

Við fjöllum líka um nýja rannsókn af upplifun kvenna sem eru að skilja við ofbeldismenn. Hún leiðir í ljós að breyta þurfi verklagi hjá sýslumanni þegar kemur að sáttameðferð enda séu ofbeldismenn hvað hættulegastir þegar þeir miss tök á þolanda sínum.

Við vorum líka á vettvangi í morgun í Valsheimilinu en allur búnaður í tæknirými er ónýtur og rafmagnið einnig eftir mikinn leka þar í morgun. Við skoðum dagskrá fjölskyldunnar í vetrarfríinu og sjáum hverjir sigruðu í keppni um besta eftirréttinn og besta konfektmolann.

Þetta og margt fleira í stútfullum fréttapakka í kvöldfréttum á Stöð 2, Bylgjunni og á Vísi kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×