Innlent

Bein útsending: Ráðstefna um heimilisofbeldi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölmargir halda erindi á ráðstefnunni.
Fjölmargir halda erindi á ráðstefnunni.
Ráðstefna um samvinnu í heimilisofbeldismálum verður haldin í dag á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Ráðstefnan hefst klukkan tíu og stendur til fjögur í dag. Vísir sýnir frá ráðstefnunni í beinni útsendingu.

Ráðstefnan ber nafnið Gerum betur: Áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldismál og er ætluð fagfólki sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og almenningi sem vill láta sig málefnið varða.Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér.

Fjallað verður um nokkur svokölluð fyrirmyndarverkefni, meðal annars verkefnið Saman gegn ofbeldi, samvinnuverkefni í heimilisofbeldismálum með aðkomu fjölbreytts hóps fagsfólks, verklag bráðamóttöku Landspítalans í heimilisofbeldismálum, Heimilisfrið, meðferðarúrræði fyrir gerendur og reynsluna af starfsemi Bjarkarhlíðar.

Þá verða kynntar nýjar rannsóknir um ofbeldi í nánum samböndum á Íslandi og í lok ráðstefnunnar verða pallborðsumræður með þolendum heimilisofbeldis þar sem rætt er um hvernig þau upplifa samfélagið og þjónustu hins opinbera við úrlausn vanda þeirra og þær hindranir sem komu upp þegar þau voru að komast út úr aðstæðunum.

Horfa má á beina útsendingu frá ráðstefnunni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×