Erlent

Fjármálaráðherra Trump hunsar ráðstefnu Sáda

Samúel Karl Ólason skrifar
Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna AP/Jacquelyn Martin
Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni ekki mæta á ráðstefnu í Sádi-Arabíu í næstu viku. Mnuchin sagði frá þessari ákvörðun á Twitter og sagði að hún hefði verið tekin í samráði við Donald Trump, forseta, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra. Mnuchin tók þó ekki fram af hverju hann hefði hætt við að fara til Sádi-Arabíu.

Umrædd ráðstefna er meðal stærstu ráðstefnum fjárfesta í heiminum. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja og fjölmiðla hafa tekið sömu ákvörðun í tengslum við ráðstefnuna og segja hana vera vegna hvarfs blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem rannsakendur í Tyrklandi telja að hafi verið myrtur í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir rúmum tveimur vikum.

Sádar neita hins vegar að hafa komið að hvarfinu.

Ákvörðun Mnuchin er mögulega fyrsta opinbera aðgerð yfirvalda Bandaríkjanna vegna hvarf Khashoggi. Í fyrstu hafði Mnuchin hins vegar sagt að hann myndi sækja ráðstefnuna. Undanfarna daga hefur þrýstingur á ráðherrann aukist og hafa ráðgjafar hans sagt fjölmiðlum að hann væri að bíða frekari upplýsinga áður en hann tæki ákvörðun, samkvæmt Washington Post.

https://www.washingtonpost.com/business/economy/treasury-secretary-steven-mnuchin-pulls-out-of-saudi-investment-conference/2018/10/18/6949007c-d2eb-11e8-8c22-fa2ef74bd6d6_story.html?utm_term=.8e3dc7509ba5

Mike Pompeo, ræddi við forsvarsmenn konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og sagði þeim að Bandaríkin tæku hvarf Khashoggi mjög alvarlega. Hann sagði sömuleiðis að Bandaríkin myndu bíða eftir niðurstöðum rannsókna Tyrkja og Sáda, áður en Bandaríkin tækju ákvörðun um viðbrögð vegna málsins.

Þetta sagði Pompeo við blaðamenn í dag, eftir að hann sagði Trump frá ferð sinni til Sádi-Arabíu og Tyrklands.

Hann sagði Sáda hafa staðhæft að þeir myndu rannsaka málið ítarlega.

Peter Alexander, blaðamaður NBC, sagði frá því á Twitter að á blaðamannafundinum hefði hann spurt Pompeo hvort Khashoggi væri dáinn.

„Hann heyrði í mér, við vorum í augnsambandi, en hann gekk í burtu.“


Tengdar fréttir

Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður

Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN.

Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins

Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni.

Hinsti pistill Khashoggi birtur

Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×