Katrín gagnrýndi þingmann fyrir óboðlegan málflutning Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2018 20:00 Forsætisráðherra gagnrýndi þingmann Flokks fólksins fyrir óboðlegan málflutning í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn sagði ríkisstjórnina ekki hafa nokkurn áhuga á að ræða fátækt og reyni að troða starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Guðmundur Ingi Kristinsson gagnrýndi í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að baráttan gegn fátækt hafi ekki verið á dagskrá þingsins í gær, á alþjóðlegum degi Evrópusamtaka gegn fátækt. Er það stefna þessarar ríkisstjórnar; þöggun í málefnum fátæktar. Þau neita að sjá fátækt, þau neita að hlusta á fátækt. Þau neita að tala um fátækt á baráttudegi um fátækt,” sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var þungbúin þegar hún svaraði þingmanninum. „Það er auðvitað ekki boðlegt að tala hér um að ríkisstjórnin neiti að tala um fátækt. Hlusti ekki á umræðu um fátækt. Beinlínis þaggi niður umræðu um fátækt. Þetta er ekki boðlegur málflutningur herra forseti. Þetta er eitt af stóru málunum sem við ræðum oft í þessum sal. Ekki bara þingmenn stjórnarflokkanna heldur þingmenn allra flokka. Þingmenn allra flokka hafa látið sig þessi mál varða,” sagði forsætisráðherra.Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks FólksinsVísir/VIlhelmGuðmundur Ingi sagði öryrkja ekki hafa fengið leiðréttingu á krónu á móti krónu skerðingu eins og eldri borgarar. Skerðingin væri notuð sem fjárhagslegt vopn á öryrkja til að lemja inn í þá starfsgetumati sem þeir vildu ekki. Nú væri boðað að leiðrétting kæmi í fyrsta lagi í janúar árið 2020. „Þeir ætla bara að taka það ef þeir geta troðið starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Starfsgreiðslumati sem þeir hafa ekki fengið að koma neitt að. Eiga bara að kyngja,” sagði þingmaðurinn. Forsætisráðherra sagði samráðshóp stjórnvalda, öryrkja og annarra samtaka vera að störfum. Hún hafi síðast átt fund með fulltrúum öryrkja í gær. „Að sjálfsögðu skiptir máli að það kerfi sem við byggjum upp stuðli að samfélagslegri þátttöku fólks í öllum þjóðfélagshópum og tryggi framfærslu. Það á ekki að snúast að mínu viti um að troða neinu ofan í kokið á neinum,” sagði Katrín Hér væri mun lægra hlutfall fatlaðs fólks á opinberum og almennum vinnumarkaði en annars staðar. „Viljum við breyta því? Já, ég vil gjarnan sjá kerfi sem stuðlar að því. Þar með á ekki að svifta fólk sinni framfærslu. Það snýst ekki um það,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýndi þingmann Flokks fólksins fyrir óboðlegan málflutning í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn sagði ríkisstjórnina ekki hafa nokkurn áhuga á að ræða fátækt og reyni að troða starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Guðmundur Ingi Kristinsson gagnrýndi í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að baráttan gegn fátækt hafi ekki verið á dagskrá þingsins í gær, á alþjóðlegum degi Evrópusamtaka gegn fátækt. Er það stefna þessarar ríkisstjórnar; þöggun í málefnum fátæktar. Þau neita að sjá fátækt, þau neita að hlusta á fátækt. Þau neita að tala um fátækt á baráttudegi um fátækt,” sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var þungbúin þegar hún svaraði þingmanninum. „Það er auðvitað ekki boðlegt að tala hér um að ríkisstjórnin neiti að tala um fátækt. Hlusti ekki á umræðu um fátækt. Beinlínis þaggi niður umræðu um fátækt. Þetta er ekki boðlegur málflutningur herra forseti. Þetta er eitt af stóru málunum sem við ræðum oft í þessum sal. Ekki bara þingmenn stjórnarflokkanna heldur þingmenn allra flokka. Þingmenn allra flokka hafa látið sig þessi mál varða,” sagði forsætisráðherra.Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks FólksinsVísir/VIlhelmGuðmundur Ingi sagði öryrkja ekki hafa fengið leiðréttingu á krónu á móti krónu skerðingu eins og eldri borgarar. Skerðingin væri notuð sem fjárhagslegt vopn á öryrkja til að lemja inn í þá starfsgetumati sem þeir vildu ekki. Nú væri boðað að leiðrétting kæmi í fyrsta lagi í janúar árið 2020. „Þeir ætla bara að taka það ef þeir geta troðið starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Starfsgreiðslumati sem þeir hafa ekki fengið að koma neitt að. Eiga bara að kyngja,” sagði þingmaðurinn. Forsætisráðherra sagði samráðshóp stjórnvalda, öryrkja og annarra samtaka vera að störfum. Hún hafi síðast átt fund með fulltrúum öryrkja í gær. „Að sjálfsögðu skiptir máli að það kerfi sem við byggjum upp stuðli að samfélagslegri þátttöku fólks í öllum þjóðfélagshópum og tryggi framfærslu. Það á ekki að snúast að mínu viti um að troða neinu ofan í kokið á neinum,” sagði Katrín Hér væri mun lægra hlutfall fatlaðs fólks á opinberum og almennum vinnumarkaði en annars staðar. „Viljum við breyta því? Já, ég vil gjarnan sjá kerfi sem stuðlar að því. Þar með á ekki að svifta fólk sinni framfærslu. Það snýst ekki um það,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira