Fleiri fréttir

Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu

Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher.

Sænska stjórnarandstaðan krefst afsagnar ráðherra

Þrír ráðherrar í minnihlutastjórn Stefans Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar eiga yfir höfði sér vantraust á þingi vegna hneykslismál sem varðar gagnaöryggi ríkisins. Stjórnin gæti jafnvel riðað til falls verði vanstrauststillaga stjórnarandstöðunnar samþykkt.

Leitar að náttúrulegum rannsóknarstöðvum við strendur Íslands

Uppsprettur koltvísýrings á hafsbotninum geta nýst sem náttúrulegar tilraunastöðvar til að kanna áhrif súrnunar sjávar á vistkerfi. Hrönn Egilsdóttir, sjávarlíffræðingur, segir mikilvægt að rannsaka búsvæði og umhverfisþætti sem hafa áhrif á samfélög lífvera við Ísland.

Skútan fundin með brotið mastur

Flugvél Isavia hefur fundið bandarísku skútuna sem sendi frá sér neyðarboð í nótt. Mastur hennar hafði brotnað og rafmagnslaust orðið um borð. Leit hefur verið hætt.

Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir

Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands gefur í skyn að rússnesk stjórnvöld svari í sömu mynt eftir að lægri deild Bandaríkjaþings samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn þeim í gær. Óvíst er hvort að Donald Trump forseti beiti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu.

Konur í meirihluta í lögreglunámi

Alls 76 konur eru innritaðar á haustönn í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri en í námið eru nú skráðir 150 nemendur.

Telur stjórnmálamenn þurfa að gera meira og tala minna

Hvorki Viðreisn né Björt framtíð næðu manni inn á þing samkvæmt könnun MMR. Flokkur fólksins fengi 6,1 prósent. Inga Sæland, formaður flokksins, segist ekki vera farin að máta sig við þingmannsstólinn en Björt Ólafsdóttir, ráðherra Bjartrar framtíðar segir fylgi flokksins vonbrigði.

Vilja ná lengra upp K2 í dag

Hópur Johns Snorra Sigurjónssonar, sem stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa næsthæsta fjall heims, K2, ætlar í fyrramálið að gera tilraun til að komast úr búðum þrjú í fjögur á fjallinu.

Endurfundir breyttust í styrktarkvöld

Gamlir bekkjarfélagar föður hins átján mánaða Darra Magnússonar ákváðu að breyta endurfundi árgangsins í styrktarkvöld fyrir Darra og fjölskyldu hans en Darri glímir við bráðahvítblæði.

Núllstilling eftir ofhitnun

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í fyrsta skipti í tvö ár í síðasta mánuði og vísbendingar eru um að breytingar á markaðnum séu framundan. Fasteignasali talar um núllstillingu eftir ofhitnun markaðarins.

Ekki að afhjúpa ríkisleyndarmál

Prófessor í hagfræði segir þá sem hyggjast fjárfesta hér á landi þekkja kosti og galla krónunnar. Hann telur orð fjármálaráðherra, sem hefur verið sakaður um að tala niður gjaldmiðilinn, breyta þar litlu um.

Umferðartafir á Suðurlandsvegi

Umferðatafir eru nú á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss en verið er að malbika vegarkafla á undir Ingólfsfjalli.

Barbara Sinatra er látin

Barbara Sinatra, eiginkona söngvarans Frank Sinatra heitins, lést á heimili sínu í bænum Rancho Mirage í Kaliforníu í morgun, níutíu ára að aldri.

Sjá næstu 50 fréttir