Innlent

Ekki að afhjúpa ríkisleyndarmál

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Prófessor í hagfræði segir þá sem hyggjast fjárfesta hér á landi þekkja kosti og galla krónunnar. Hann telur orð fjármálaráðherra, sem hefur verið sakaður um að tala niður gjaldmiðilinn, breyta þar litlu um.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lagði til að krónunni yrði hafnað í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið á fimmtudaginn. Þar sagði hann krónuna vera óút­reikn­an­lega og leiða til óstöðug­leika. Í greininni ítrekar hann afstöðu Viðreisnar um að gengi krónunnar verði til dæmis fest við evru.

Fjölmargir hafa gagnrýnt skrif Benedikts og sakað hann um að tala niður gjaldmiðilinn. Er þetta ekki í fyrsta sinn en sams konar umræða kom upp í vor eftir viðtal Benedikts við Financial Times.

Prófessor í hagfræði gerir lítið úr áhrifum skrifa sem þessara á gengi krónunnar og erlendar fjárfestingar. „Þeir sem eru að versla með hana, hvort sem það eru innlendingar eða útlendingar, þekkja öll þessi atriði sem Benedikt nefnir. Hann er ekki að afhjúpa nein ríkisleyndarmál," segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.

Yfirlýsingar stjórnmálamanna hafa kannski stundaráhrif en engin langtímaáhrif.

Hann segir erlenda fjárfesta gjarnan hafa valið leiðir hér á landi er gera þeim kleift að gera upp í erlendri mynt. „Ef við lítum aðeins til baka til þess hvernig fjárfestingar eiga sér stað af hálfu útlendinga, þá eru þeir gjarnan að fjárfesta í starfsemi þar sem megnið af starfseminni er í erlendum gjaldmiðli. Það er sáralítill kostnaður þar í íslenskum krónum," segir hann. „Eða þá að útlendingar hafa lánað okkur í sinni mynt og þannig hafa þeir verið að sigla fram hjá krónunni með þeim hætti," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×