Innlent

Umferðartafir á Suðurlandsvegi

Atli Ísleifsson skrifar
Vegfarendum er bent á aðrar akstursleiðir á meðan þetta ástand varir.
Vegfarendum er bent á aðrar akstursleiðir á meðan þetta ástand varir. Vísir/Pjetur
Umferðatafir eru nú á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss en verið er að malbika vegarkafla á undir Ingólfsfjalli.

Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi segir að miklar umferðartafir hafi orðið vegna framkvæmdanna.

„Vegfarendum er bent á Þrengslaveg og Eyrarbakkaveg vilji þeir komast hjá óþægindum. Þess má geta að sú leið er um 10 kílómetrum lengri að Selfossi en hefðbundin leið um Ölfus.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×