Erlent

Keðjusagarmaðurinn í Sviss handtekinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Franz Wrousis.
Franz Wrousis. Vísir/AFP
Lögreglan í Sviss hefur handtekið Franz Wrousis, sem réðst á fólk á skrifstofu tryggingafélagsins CSS í Schaffhausen með keðjusög í gær. Þrír særðust en enginn lét lífið. Sá sem verst særðist var sagður kominn úr lífshættu í dag.

Árásarmaðurinn, Franz Wrousis, er 51 árs gamall og býr í skóginum nærri Schaffhausen. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir frá árásinni. Hann var svo handtekinn í Thalwil, samkvæmt Swissinfo.ch. Fleiri en hundrað lögreglumenn frá Sviss og Þýskalandi leituðu Wrousis.



Lögreglan segir árásina ekki hafa verið hryðjuverk en tilefni hennar liggur þó ekki fyrir. Wrousis hefur tvisvar verið dæmdur fyrir vopnalagabrot og var hann talinn vera vopnaður og hættulegur.


Tengdar fréttir

Alþjóðleg handtökuskipun á hendur keðjusagarmanninum

Lögreglumenn í Sviss og Þýskalandi leita enn karlmanns á sextugsaldri sem réðst á fólk á skrifstofu tryggingafélags með keðjusög í Sviss í gær. Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur honum.

Árásarmaður gengur laus í svissneskum bæ

Fimm eru særðir, þar af tvær alvarlega, eftir að óþekktur maður er sagður hafa gengið berserksgang með keðjusög í svissneska bænum Schaffhausen, nærri landamærunum að Þýskalandi. Lögreglan leitar að árásarmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×