Innlent

Hundaeigendur skilji hundana ekki eftir í bílum í góðviðrinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hitastig í bílum getur fljótt orðið óbærilega hátt ef sólin skín á þá. Hundaeigendur eru sérstaklega beðnir um að skilja hunda sína ekki eftir í bifreiðum sínum í dag.
Hitastig í bílum getur fljótt orðið óbærilega hátt ef sólin skín á þá. Hundaeigendur eru sérstaklega beðnir um að skilja hunda sína ekki eftir í bifreiðum sínum í dag. Vísir/getty
Matvælastofnun bendir hundaeigendum á að skilja hunda ekki eftir í bílum þegar heitt er í veðri en hitastig í bifreiðum, sem á skín sól, getur mjög fljótt farið upp fyrir 25 gráður.

Í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun segir að ekki megi skilja hund eftir í eða á flutningstæki án eftirlits ef hitastig getur farið yfir 25 gráður eða undir -5 gráður. Þá má heldur aldrei skilja hund einan eftir í flutningstæki ef hann sýnir merki um vanlíðan.

Bent er á að hitastig í bílum, sem sólin skín á, getur mjög fljótt farið upp fyrir 25 gráður. Sérstaklega er tekið fram að hitinn geti orðið hár jafnvel þótt gluggar séu opnir. Hundar þola hita afar illa og geta fengið hitaslag eða drepist á skömmum tíma.

Hlýtt verður í veðri um allt land í dag, heiðskírt og afar hægur vindur verður til að mynda loksins á höfuðborgarsvæðinu, svo hundaeigendur eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát.

„Gætum vel að dýrunum okkar svo allir geti notið góðviðrisins,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×